Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:00 Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. Fréttablaðið Anton Brink Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum. Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29