Skoraði fernu í gær og dreymir um að verða Íslendingur í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 16:00 Cloe Lacasse. Vísir/Ernir Cloe Lacasse átti frábæran leik í gær þegar Eyjakonur unnu 5-1 sigur á HK/Víkingi í 17. umferð Pepsideild kvenna í fótbolta. Cloe Lacasse skoraði fernu fyrir ÍBV í leiknum og er þar með kominn með tíu mörk á þriðja tímabilinu í röð. Þetta er önnur ferna hennar í Pepsideildinni því hún skoraði einnig fernu á móti Fylki 16. júní 2017. Cloe Lacasse hefur alls skorað 43 mörk fyrir ÍBV á fjórum tímabilum í Pepsideild kvenna. Cloe Lacasse vinnur nú að því að verða íslenskur ríkisborgari. Hún var í viðtali hjá Fótbolta.net í tilefni af því að vera valin besti leikmaðurinn 17. umferð. Hin 25 ára gamla Cloe byrjaði í fyrra að vinna í að fá íslenskan ríkisborgararétt og nú sér fyrir endann á þeirri vinnu. „Ferlið að ná í ríkisborgararétt gengur vel. Allir hjá ÍBV hafa hjálpað mér mikið í þessu mjög langa og flókna ferli. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti ég að verða orðin íslenskur ríkisborgari í lok desember," sagði Cloe í viðtalinu við fótbolta.net. Cloe vill samt ekki gefa upp hvort hún spili áfram með ÍBV liðinu í Pepsideildinni næsta sumar. „Ég vil ekki tjá mig um það," sagði Cloe en hún vildi heldur ekki tjá sig um það hvort hún hafi rætt við önnur félög í þessu viðtali við Fótbolta.net. Cloe Lacasse gæti mögulega spilað með íslenska kvennalandsliðinu í næstu undankeppni en hún hefur ekki spilað landsleik fyrir kanadíska A-landsliðið. Hún er enn bara 25 ára og ætti því að eiga nóg eftir til að geta hjálpað íslenska landsliðinu í framtíðinni. View this post on InstagramPósta þessari mynd svo ég hafi ástæðu til að æfa íslenskuna mína fyrir stóra prófið á morgun - þetta tók klukkutíma.. A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Aug 26, 2018 at 8:45am PDT Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Cloe Lacasse átti frábæran leik í gær þegar Eyjakonur unnu 5-1 sigur á HK/Víkingi í 17. umferð Pepsideild kvenna í fótbolta. Cloe Lacasse skoraði fernu fyrir ÍBV í leiknum og er þar með kominn með tíu mörk á þriðja tímabilinu í röð. Þetta er önnur ferna hennar í Pepsideildinni því hún skoraði einnig fernu á móti Fylki 16. júní 2017. Cloe Lacasse hefur alls skorað 43 mörk fyrir ÍBV á fjórum tímabilum í Pepsideild kvenna. Cloe Lacasse vinnur nú að því að verða íslenskur ríkisborgari. Hún var í viðtali hjá Fótbolta.net í tilefni af því að vera valin besti leikmaðurinn 17. umferð. Hin 25 ára gamla Cloe byrjaði í fyrra að vinna í að fá íslenskan ríkisborgararétt og nú sér fyrir endann á þeirri vinnu. „Ferlið að ná í ríkisborgararétt gengur vel. Allir hjá ÍBV hafa hjálpað mér mikið í þessu mjög langa og flókna ferli. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti ég að verða orðin íslenskur ríkisborgari í lok desember," sagði Cloe í viðtalinu við fótbolta.net. Cloe vill samt ekki gefa upp hvort hún spili áfram með ÍBV liðinu í Pepsideildinni næsta sumar. „Ég vil ekki tjá mig um það," sagði Cloe en hún vildi heldur ekki tjá sig um það hvort hún hafi rætt við önnur félög í þessu viðtali við Fótbolta.net. Cloe Lacasse gæti mögulega spilað með íslenska kvennalandsliðinu í næstu undankeppni en hún hefur ekki spilað landsleik fyrir kanadíska A-landsliðið. Hún er enn bara 25 ára og ætti því að eiga nóg eftir til að geta hjálpað íslenska landsliðinu í framtíðinni. View this post on InstagramPósta þessari mynd svo ég hafi ástæðu til að æfa íslenskuna mína fyrir stóra prófið á morgun - þetta tók klukkutíma.. A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Aug 26, 2018 at 8:45am PDT
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira