Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Leikmenn íslenska liðsins eiga einkar mikilvægan leik fyrir höndum þegar liðið etur kappi við Þýskaland á Laugardalsvellinum í dag. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30
Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00