Fótbolti

Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki á síðasta stórmóti stelpnanna sem var EM 2017.
Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki á síðasta stórmóti stelpnanna sem var EM 2017. Vísir/Getty

Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik.

Leikurinn er sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins til þessa. Liðið tryggir sig í lokakeppni HM með sigri og jafntefli heldur möguleikanum um sæti á HM á lofti. Þýska liðið er eitt það sterkasta í heiminum og ljóst að erfitt verkefni er framundan fyrir stelpurnar.

Íslenska liðið og knattspyrnusambandið hafa haft það að markmiði að fylla Laugardalsvöll á laugardaginn og auglýst leikinn vel síðustu daga. Sú vinna borgaði sig því uppselt er á leikinn.

Áhorfendamet verður því slegið á laugardag, en fyrra met var 7521 áhorfandi og var það sett síðasta sumar þegar brasilíska landsliðið mætti á Laugardalsvöll.„Þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvort um met sé að ræða.

Hann segir þetta met verðskuldað en hefur landsliðið staðið sig frábærlega undanfarið og er um að ræða virkilega mikilvægan leik.

„Þetta er stórleikur og mikið í húfi á móti sterku liði Þýskalands og sæti á HM Í Frakklandi að veði. Þessi leikur á svo sannarlega skilið að fá fullan völl og ég efast ekki um að það verði frábær stemning,“ segir Guðni.

Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit en hefur fulla trú á að íslenska liðið nái að sýna góða leik. „Og þá er möguleiki að fá stig úr þessum leik, þó auðvitað sé alltaf leikið til sigurs.“


Tengdar fréttir

„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“

Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur.

Við getum unnið Þýskaland

Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.