Enski boltinn

Sjáðu mörkin hjá Lukaku og allt það besta frá helginni í enska boltanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Romelu Lukaku skoraði tvö á móti Burnley.
Romelu Lukaku skoraði tvö á móti Burnley. vísir/getty

Manchester United komst aftur á sigurbraut í gær í enska boltanum þegar að liðið lagði Burnley, 2-0, en heimamenn voru án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem er meiddur og verður heldur ekki með landsliðinu í næstu verkefnum.

Arsenal vann dramatískan sigur á Cardiff í frábærum leik en nýliðarnir frá Wales voru sömuleiðis án Arons Einars Gunnarssonar sem er meiddur og verður heldur ekki með íslenska landsliðinu.

Watford byrjar frábærlega í deildinni en liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína. Það vann Tottenham, 2-1, í Lundúnarslag í gær.

Mörkin úr leikjunum þremur auk alls þess besta frá helginni í enska boltanum má sjá hér að neðan.

Burnley - Man. Utd 0-2

Watford - Tottenham 2-1

Cardiff - Arsenal 2-3

Cardiff - Arsenal 2-3

Bestu mörk umferðarinnar

Bestu markvörslur umferðarinnar

Uppgjör helgarinnarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.