Enski boltinn

Sjáðu mörkin hjá Lukaku og allt það besta frá helginni í enska boltanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Romelu Lukaku skoraði tvö á móti Burnley.
Romelu Lukaku skoraði tvö á móti Burnley. vísir/getty
Manchester United komst aftur á sigurbraut í gær í enska boltanum þegar að liðið lagði Burnley, 2-0, en heimamenn voru án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem er meiddur og verður heldur ekki með landsliðinu í næstu verkefnum.

Arsenal vann dramatískan sigur á Cardiff í frábærum leik en nýliðarnir frá Wales voru sömuleiðis án Arons Einars Gunnarssonar sem er meiddur og verður heldur ekki með íslenska landsliðinu.

Watford byrjar frábærlega í deildinni en liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína. Það vann Tottenham, 2-1, í Lundúnarslag í gær.

Mörkin úr leikjunum þremur auk alls þess besta frá helginni í enska boltanum má sjá hér að neðan.

Burnley - Man. Utd 0-2
Watford - Tottenham 2-1
Cardiff - Arsenal 2-3
Bestu mörk umferðarinnar
Bestu markvörslur umferðarinnar
Uppgjör helgarinnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×