Salah, Mané og Firmino ekki fæddir þegar Liverpool byrjaði síðast svona vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 18:30 Roberto Firmino og Mohamed Salah. Vísir/Getty Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir með fullt hús og markatöluna 9-1. Þetta er besta byrjun félagsins síðan haustið 1990. Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum byrjað tímabilið í efstu deild enska fótboltans með fjórum sigrum í fyrstu fjórum leikjunum. Síðast gerðist það fyrir 28 árum síðar eða þegar Liverpool varði enska meistaratitilinn síðast. Öll þriggja manna framlína Liverpool-liðsins var þá ekki komin í heiminn. Roberto Firmino fæddist rúmu ári síðar og þarna voru ennþá nítján mánuðir í fæðingu Sadio Mané og meira en tuttugu mánuður í að Mohamed Salah fæddist í Egyptalandi. Meðal leikmanna Liverpool í dag sem voru komnir í heiminn þetta ágæta haust fyrir 28 árum voru þeir James Milner (fjögurra ára) og Jordan Henderson (þriggja mánaða). Daniel Sturridge og Dejan Lovren voru líka báðir búnir að halda upp á eins árs afmælið sitt. Þetta er eina skiptið frá árinu 1980 sem Liverpool hefur verið með fullt hús eftir fjóra leiki en þessi draumabyrjun í ágúst og september 1990 skilaði Liverpool liðinu reyndar ekki titlinum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins í eitt skiptið af fjórum skiptum sem Liverpool hefur byrjað svona vel hefur liðið náð að vinna enska titilinn vorið eftir. Það var tímabilið 1978 til 1979.Seasons in which Liverpool started the English Premier League with four straight wins: 1969-70: finished FIFTH 1978-79: was CHAMPION 1990-91: was RUNNER UP 2018-19: pic.twitter.com/xmy96O5Dhk — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 1, 2018Tímabilið 1990-91 vann Liverpool ekki bara fjóra fyrstu leiki sína heldur var liðið ennþá með fullt hús eftir átta umferðir. Liverpool var þarna ríkjandi meistari og því líklegt til afreka á þessu tímabili. Liverpool varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Arsenal sem fékk sjö stigum meira. Arsenal vann meðal annars báða innbyrðisleiki liðanna, fyrst 3-0 á Highbury í byrjun desember og svo 1-0 á Anfield í mars. Titillinn rann endanlega Liverpool úr greipum þegar liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í maí sem voru á móti Chelsea og Nottingham Forest. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir með fullt hús og markatöluna 9-1. Þetta er besta byrjun félagsins síðan haustið 1990. Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum byrjað tímabilið í efstu deild enska fótboltans með fjórum sigrum í fyrstu fjórum leikjunum. Síðast gerðist það fyrir 28 árum síðar eða þegar Liverpool varði enska meistaratitilinn síðast. Öll þriggja manna framlína Liverpool-liðsins var þá ekki komin í heiminn. Roberto Firmino fæddist rúmu ári síðar og þarna voru ennþá nítján mánuðir í fæðingu Sadio Mané og meira en tuttugu mánuður í að Mohamed Salah fæddist í Egyptalandi. Meðal leikmanna Liverpool í dag sem voru komnir í heiminn þetta ágæta haust fyrir 28 árum voru þeir James Milner (fjögurra ára) og Jordan Henderson (þriggja mánaða). Daniel Sturridge og Dejan Lovren voru líka báðir búnir að halda upp á eins árs afmælið sitt. Þetta er eina skiptið frá árinu 1980 sem Liverpool hefur verið með fullt hús eftir fjóra leiki en þessi draumabyrjun í ágúst og september 1990 skilaði Liverpool liðinu reyndar ekki titlinum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins í eitt skiptið af fjórum skiptum sem Liverpool hefur byrjað svona vel hefur liðið náð að vinna enska titilinn vorið eftir. Það var tímabilið 1978 til 1979.Seasons in which Liverpool started the English Premier League with four straight wins: 1969-70: finished FIFTH 1978-79: was CHAMPION 1990-91: was RUNNER UP 2018-19: pic.twitter.com/xmy96O5Dhk — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 1, 2018Tímabilið 1990-91 vann Liverpool ekki bara fjóra fyrstu leiki sína heldur var liðið ennþá með fullt hús eftir átta umferðir. Liverpool var þarna ríkjandi meistari og því líklegt til afreka á þessu tímabili. Liverpool varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Arsenal sem fékk sjö stigum meira. Arsenal vann meðal annars báða innbyrðisleiki liðanna, fyrst 3-0 á Highbury í byrjun desember og svo 1-0 á Anfield í mars. Titillinn rann endanlega Liverpool úr greipum þegar liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í maí sem voru á móti Chelsea og Nottingham Forest.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira