Salah, Mané og Firmino ekki fæddir þegar Liverpool byrjaði síðast svona vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 18:30 Roberto Firmino og Mohamed Salah. Vísir/Getty Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir með fullt hús og markatöluna 9-1. Þetta er besta byrjun félagsins síðan haustið 1990. Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum byrjað tímabilið í efstu deild enska fótboltans með fjórum sigrum í fyrstu fjórum leikjunum. Síðast gerðist það fyrir 28 árum síðar eða þegar Liverpool varði enska meistaratitilinn síðast. Öll þriggja manna framlína Liverpool-liðsins var þá ekki komin í heiminn. Roberto Firmino fæddist rúmu ári síðar og þarna voru ennþá nítján mánuðir í fæðingu Sadio Mané og meira en tuttugu mánuður í að Mohamed Salah fæddist í Egyptalandi. Meðal leikmanna Liverpool í dag sem voru komnir í heiminn þetta ágæta haust fyrir 28 árum voru þeir James Milner (fjögurra ára) og Jordan Henderson (þriggja mánaða). Daniel Sturridge og Dejan Lovren voru líka báðir búnir að halda upp á eins árs afmælið sitt. Þetta er eina skiptið frá árinu 1980 sem Liverpool hefur verið með fullt hús eftir fjóra leiki en þessi draumabyrjun í ágúst og september 1990 skilaði Liverpool liðinu reyndar ekki titlinum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins í eitt skiptið af fjórum skiptum sem Liverpool hefur byrjað svona vel hefur liðið náð að vinna enska titilinn vorið eftir. Það var tímabilið 1978 til 1979.Seasons in which Liverpool started the English Premier League with four straight wins: 1969-70: finished FIFTH 1978-79: was CHAMPION 1990-91: was RUNNER UP 2018-19: pic.twitter.com/xmy96O5Dhk — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 1, 2018Tímabilið 1990-91 vann Liverpool ekki bara fjóra fyrstu leiki sína heldur var liðið ennþá með fullt hús eftir átta umferðir. Liverpool var þarna ríkjandi meistari og því líklegt til afreka á þessu tímabili. Liverpool varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Arsenal sem fékk sjö stigum meira. Arsenal vann meðal annars báða innbyrðisleiki liðanna, fyrst 3-0 á Highbury í byrjun desember og svo 1-0 á Anfield í mars. Titillinn rann endanlega Liverpool úr greipum þegar liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í maí sem voru á móti Chelsea og Nottingham Forest. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir með fullt hús og markatöluna 9-1. Þetta er besta byrjun félagsins síðan haustið 1990. Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum byrjað tímabilið í efstu deild enska fótboltans með fjórum sigrum í fyrstu fjórum leikjunum. Síðast gerðist það fyrir 28 árum síðar eða þegar Liverpool varði enska meistaratitilinn síðast. Öll þriggja manna framlína Liverpool-liðsins var þá ekki komin í heiminn. Roberto Firmino fæddist rúmu ári síðar og þarna voru ennþá nítján mánuðir í fæðingu Sadio Mané og meira en tuttugu mánuður í að Mohamed Salah fæddist í Egyptalandi. Meðal leikmanna Liverpool í dag sem voru komnir í heiminn þetta ágæta haust fyrir 28 árum voru þeir James Milner (fjögurra ára) og Jordan Henderson (þriggja mánaða). Daniel Sturridge og Dejan Lovren voru líka báðir búnir að halda upp á eins árs afmælið sitt. Þetta er eina skiptið frá árinu 1980 sem Liverpool hefur verið með fullt hús eftir fjóra leiki en þessi draumabyrjun í ágúst og september 1990 skilaði Liverpool liðinu reyndar ekki titlinum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins í eitt skiptið af fjórum skiptum sem Liverpool hefur byrjað svona vel hefur liðið náð að vinna enska titilinn vorið eftir. Það var tímabilið 1978 til 1979.Seasons in which Liverpool started the English Premier League with four straight wins: 1969-70: finished FIFTH 1978-79: was CHAMPION 1990-91: was RUNNER UP 2018-19: pic.twitter.com/xmy96O5Dhk — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 1, 2018Tímabilið 1990-91 vann Liverpool ekki bara fjóra fyrstu leiki sína heldur var liðið ennþá með fullt hús eftir átta umferðir. Liverpool var þarna ríkjandi meistari og því líklegt til afreka á þessu tímabili. Liverpool varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Arsenal sem fékk sjö stigum meira. Arsenal vann meðal annars báða innbyrðisleiki liðanna, fyrst 3-0 á Highbury í byrjun desember og svo 1-0 á Anfield í mars. Titillinn rann endanlega Liverpool úr greipum þegar liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í maí sem voru á móti Chelsea og Nottingham Forest.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira