Fótbolti

Messi: Real lélegra lið án Ronaldo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi og Ronaldo hafa barist um verðlaun fótboltaheimsins síðustu ár
Messi og Ronaldo hafa barist um verðlaun fótboltaheimsins síðustu ár Vísir/Getty
Lionel Messi segir lið Real Madrid vera lélegra eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf liðið í sumar.

Messi var ekki á meðal þeirra þriggja sem voru tilnefndir sem besti leikmaður ársins af FIFA í gær, í fyrsta skipti síðan árið 2006. Helsti keppinautur Messi síðustu ár, Ronaldo, er hins vegar tilnefndur.

Ronaldo fór frá Real Madrid til Juvenuts í sumar fyrir 100 milljón evrur. Real hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í spænsku deildinni án Ronaldo og undir stjórn nýs þjálfara, Julen Lopetegui.

Messi telur liðið hins vegar ekki vera eins gott og á síðasta ári.

„Real Madrid eru eitt beta lið heims og þeir eru með mikið af góðum leikmönnum en það er augljóst að Ronaldo skilur eftir sig stórt skarð og gerir þá að lélegra liði,“ sagði Messi.

„Það kom mér á óvart að hann færi. Ég sá hann ekki fara frá Real, en hann hefur gengið til liðs við gott lið.“

„Koma hans gerir Juventus eitt af liðunum líkleg til þess að vinna Meistaradeildina.“

Barcelona hefur ekki gengið vel í Meistaradeildinni síðustu ár og hefur dottið út í átta liða úrslitum síðustu þrjú ár í röð.

Messi er þó vongóður um að lið Barcelona geti barist um stóra titilinn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×