Innlent

Karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot í Eyjum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Karlmaður hefur verið ákærður í tengslum við líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum haustið 2016.
Karlmaður hefur verið ákærður í tengslum við líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum haustið 2016. Vísir/Óskar P. Friðriksson
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir árás og kynferðisbrot gegn konu í Eyjum haustið 2016. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 13. september. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu.

Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp því lýsingar í greinargerð lögreglu voru ófagrar. Þar kemur meðal annars fram að konan hafi verið illa útleikin þegar komið var að henni árla laugardagsmorguns þann 17. september 2016.

Vitni lýsti því sem fyrir augu bar. Konan á að hafa verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Áverkar hennar voru miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst. Líkamshiti konunnar var rétt yfir 35 gráðum.

Hinn grunaði sat í gæsluvarðhaldi í um tíu daga og á annan tug vitna var yfirheyrður vegna málsins. Þá voru lífsýni úr fatnaði send í lífsýnarannsókn.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við RÚV að ákæran hafi verið gefin út en segist ekki mega segja fyrir hvað nákvæmlega sökum þess að þinghaldið sé lokað.


Tengdar fréttir

Líkamsárásin í Eyjum: Lögreglan fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald til Héraðsdóms Suðurlands yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Eyjum síðastliðinn laugardag, en gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun.

Laus úr gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot.

Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan

Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags.

Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×