Enski boltinn

Foster vorkennir Cech

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Petr Cech
Petr Cech Vísir/Getty
Ben Foster vorkennir Petr Cech fyrir að þurfa að spila eftir leikaðferð Unai Emery og spila út frá marki sínu.

Foster, sem ver mark Watford í ensku úrvalsdeildinni, sagði í viðtali við BBC að það sé mjög erfitt fyrir eins reyndan markmann og Cech að þurfa að breyta um leikstíl.

Cech hefur þurft að spila meira út frá marki sínu eftir að Spánverjinn Unai Emery tók við Arsenal.

„Cech er einn besti markvörður sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni en þetta er ekki leikstíll hans. Hann hefur alltaf verið sterkur í því að vera stór og sterkur með góðar vörslur,“ sagði Watford.

„Eins og fótboltinn er að þróast þá verða allir markmenn eiginlega að vera með stíl eins og Ederson og það tekur tíma að venjast því. Ég vorkenni honum.“

Arsenal hefur unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni en byrjaði tímabilið á tveimur töpum gegn Manchester City og Chelsea. Eftir landsleikjahléið á Arsenal leik gegn Newcastle á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×