Fótbolti

23 ár síðan Higuita hneykslaði heiminn með sporðdrekasparkinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
René Higuita á HM í Rússlandi í sumar.
René Higuita á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty
Kólumbíski markvörðurinn René Higuita var heimsfrægur eftir leik Kólumbíu og Englands á Wwembley á þessum degi fyrir 23 árum síðan.

Það er ekki oft sem eitt spark getur breytt svo miklu en það gerði það þetta septemberkvöld í London.

René Higuita var vel þekktur meðal knattspyrnuáhugafólks enda búinn að spila með kólumníska landsliðinu frá árinu 1987 og hafði tekið þátt í tveimur heimsmeistaramótum.





Fyrir þennan leik á Wembley var kannski hans þekktasta stund þegar Kamerúnmaðurinn Roger Milla stal af honum boltanum lengst út á velli í sextán liða úrslitunum á HM á Ítalíu 1990.

René Higuita var alltaf þekktur fyrir að taka mikla áhættu í sínum leik og í umræddu atviki var hann að reyna að sóla sóknarmann andstæðinganna lengst út á velli. Higuita talaði sjálfur um það eftir leikinn að þessi mistök hans hafi verið eins og stór og heilt hús.

Higuita fékk fljótlega viðurnefnið brjálæðingurinn eða „El Loco“ upp á sína tungu.





Hann setti brjálæðið hins vegar í nýjar hæðir í leiknum á móti Englandi þegar hann varð skot enska landsliðsmannsins Jamie Redknapp með svokölluðu sporðdrekasparki.

Higuita hoppaði þá fram fyrir boltann sem var á leiðinni í markið og sparkaði honum í burtu með fótunum um leið og hann skutlaði sér fram.

Það er óhætt að segja að þessi tilþrif hafi tryggt honum talsveða fjölmiðlathygli en hann spilaði á þessum árum með kólumbíska liðið Atlético Nacional.

Það má sjá þetta atvik í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×