Segist hafa fengið rangar upplýsingar Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2018 06:00 Njáll Trausti Friðbertsson (t.v.) ásamt Birgi Ármannssyni samflokksmanni sínum. fréttablaðið/anton brink Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira