Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2018 06:00 Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira