Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi í stuði í dag. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður fjarri góðu gamni í dag þegar að Ísland mætir Sviss í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Íslenska liðið er án nokkurra lykilmanna en þeir Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru allir meiddir og ekki í hópnum. Þá er Emil Hallfreðsson ekki klár í slaginn þó hann sé með í för. „Það er ekki fullkominn undirbúningur að vera án svona margra lykilmanna. Þetta eru menn sem eru vanir því að byrja. Við erum svo með nýjan þjálfara og mikið af leikmönnum sem hafa verið í burtu í einhvern tíma,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi.Fyrirliðinn fær bandið sitt aftur.Vísir/GettyMikill heiður Vegna meiðslanna eru komnir inn strákar eins og Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem hafa verið út úr hópnum. Victor um langa hríð en Rúnar Már missti af sæti í HM-hópnum á síðustu metunum. „Þetta er frábært tækifæri fyrir þessa leikmenn sem hafa verið út úr hópum að standa sig vel og halda sig í honum með nýjum þjálfara. Annars er mikilvægt fyrir okkur að byrja vel í þessari keppni,“ segir Gylfi sem ítrekar að ekki hafa orðið miklar breytingar í undirbúningi landsliðsins. „Hann reynir að halda í það sem að við höfum gert vel en nýr þjálfari kemur með sínar hugmyndir um hvernig á að spila fótbolta. Fyrir okkur er þetta allt svipað samt,“ segir hann. Gylfi fagnar því að bera fyrirliðabandið á morgun en það er aðeins einn maður sem á að bera það þegar að hann er heill. Gylfi verður svo inn á miðri miðjunni á í dag. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði en Aron er samt okkar fyrirliði. Þegar að hann kemur til baka tekur hann bandið. Án þess að vera að uppljóstra of miklu þá býst ég við að spila á miðri miðjunni þar sem að mér líður mjög vel,“ segir hann en hvað ætlar íslenska liðið að gera í dag? „Ég vil ekki vera að setja nein markmið fyrir okkur en segjum bara að góð byrjun yrði góð byrjun,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00 Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Hólmar Örn Eyjólfsson lenti heldur betur í senum í Evrópudeildinni með Levski Sofia. 7. september 2018 14:30 Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00 Gengið á ýmsu hjá Everton en lífið er ljúft fyrir Gylfa undir stjórn Silva Gylfi Þór Sigurðson spilar sína uppáhaldsstöðu með Everton og gengur vel. 7. september 2018 18:45 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður fjarri góðu gamni í dag þegar að Ísland mætir Sviss í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Íslenska liðið er án nokkurra lykilmanna en þeir Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru allir meiddir og ekki í hópnum. Þá er Emil Hallfreðsson ekki klár í slaginn þó hann sé með í för. „Það er ekki fullkominn undirbúningur að vera án svona margra lykilmanna. Þetta eru menn sem eru vanir því að byrja. Við erum svo með nýjan þjálfara og mikið af leikmönnum sem hafa verið í burtu í einhvern tíma,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi.Fyrirliðinn fær bandið sitt aftur.Vísir/GettyMikill heiður Vegna meiðslanna eru komnir inn strákar eins og Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem hafa verið út úr hópnum. Victor um langa hríð en Rúnar Már missti af sæti í HM-hópnum á síðustu metunum. „Þetta er frábært tækifæri fyrir þessa leikmenn sem hafa verið út úr hópum að standa sig vel og halda sig í honum með nýjum þjálfara. Annars er mikilvægt fyrir okkur að byrja vel í þessari keppni,“ segir Gylfi sem ítrekar að ekki hafa orðið miklar breytingar í undirbúningi landsliðsins. „Hann reynir að halda í það sem að við höfum gert vel en nýr þjálfari kemur með sínar hugmyndir um hvernig á að spila fótbolta. Fyrir okkur er þetta allt svipað samt,“ segir hann. Gylfi fagnar því að bera fyrirliðabandið á morgun en það er aðeins einn maður sem á að bera það þegar að hann er heill. Gylfi verður svo inn á miðri miðjunni á í dag. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði en Aron er samt okkar fyrirliði. Þegar að hann kemur til baka tekur hann bandið. Án þess að vera að uppljóstra of miklu þá býst ég við að spila á miðri miðjunni þar sem að mér líður mjög vel,“ segir hann en hvað ætlar íslenska liðið að gera í dag? „Ég vil ekki vera að setja nein markmið fyrir okkur en segjum bara að góð byrjun yrði góð byrjun,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00 Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Hólmar Örn Eyjólfsson lenti heldur betur í senum í Evrópudeildinni með Levski Sofia. 7. september 2018 14:30 Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00 Gengið á ýmsu hjá Everton en lífið er ljúft fyrir Gylfa undir stjórn Silva Gylfi Þór Sigurðson spilar sína uppáhaldsstöðu með Everton og gengur vel. 7. september 2018 18:45 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira
Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02
Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00
Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Hólmar Örn Eyjólfsson lenti heldur betur í senum í Evrópudeildinni með Levski Sofia. 7. september 2018 14:30
Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00
Gengið á ýmsu hjá Everton en lífið er ljúft fyrir Gylfa undir stjórn Silva Gylfi Þór Sigurðson spilar sína uppáhaldsstöðu með Everton og gengur vel. 7. september 2018 18:45