Lífið

Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Miller og Grande þegar allt lék í lyndi
Miller og Grande þegar allt lék í lyndi Vísir/Getty

Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna.

Grande og Miller voru saman í tvö ár en sambandi þeirra lauk í maí á þessu ári. Stuttu síðar opinberaði söngkonan samband sitt við núverandi unnusta sinn, grínistann Pete Davidson en þau trúlofuðu sig stuttu seinna.

Þegar fregnir bárust af andláti rapparans herjuðu aðdáendur hans á samfélagsmiðlasíður Grande, þar sem þeir kenndu henni um ótímabært andlát hans. Grande þurfti þá að loka fyrir athugasemdir á Instagram-reikningi sínum og hefur ekki enn opnað fyrir þær.

Myndina af Miller sem söngkonan setti inn má sjá hér að neðan.

 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on


Tengdar fréttir

Rapparinn Mac Miller látinn

Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.