Lífið

Rapparinn Mac Miller látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Rapparinn Mac Miller, sem hér spilar á Frauenfeld hátíðinni í Sviss árið 2017, er látinn
Rapparinn Mac Miller, sem hér spilar á Frauenfeld hátíðinni í Sviss árið 2017, er látinn Vísir/EPA

Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að vinur rapparans, sem hét réttu nafni Malcolm James McCormick, hafi fundið Miller hreyfingarlausan og hringt í neyðarlínuna. Dánarorsök er talin vera ofneysla lyfja.

Rapparinn fæddist í janúar árið 1992 og var því 26 ára gamall. Fíknin hafði haft stór áhrif á líf Miller, til að mynda klessti hann bifreið sína undir áhrifum í maí síðastliðnum.

Einnig hefur fyrrverandi kærasta rapparans, poppdívan Ariana Grande sagt að eiturlyfjaneysla hans hafi verið stór ástæða fyrir sambandsslitum þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.