Lífið

Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið

Sylvía Hall skrifar
Miller og Grande á góðgerðartónleikum í Manchester, stuttu eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tónleikum hennar þar í borg.
Miller og Grande á góðgerðartónleikum í Manchester, stuttu eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tónleikum hennar þar í borg. Vísir/Getty

Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. Grande og Miller hættu saman eftir tveggja ára samband í maí síðastliðnum.

Parið var saman í rúmlega tvö ár. Vísir/Getty

Aðeins meira en bara vinir 

Grande og Miller unnu saman árið 2012 þegar þau gerðu ábreiðu af jólalaginu „Baby It‘s Cold Outside“ árið 2012, og ári seinna fylgdi smellurinn „The Way“ og innilegt tónlistarmyndband þar sem parið endar í miklukossaflensi. Þrátt fyrir margar vísbendingar um annað sögðust þau aðeins vera góðir vinir.
Það var svo í september árið 2016 að Grande birti mynd af þeim saman á Instagram og staðfesti þar með margra ára sögusagnir um að þau væru aðeins meira en bara vinir.


 
 
 
View this post on Instagram
baabyyy
A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on


Í viðtali við Ellen var söngkonan spurð hvort hún væri hamingjusöm með Miller og var svarið einfalt: „já“.


Fíknin gerði út um sambandið

Í maí síðastliðnum bárust fregnir af því að Grande og Miller höfðu slitið samvistum og stuttu seinna opinberaði hún samband sitt við núverandi unnusta sinn, grínistann Pete Davidson en þau trúlofuðu sig stuttu seinna.

Í kjölfar sambandslitanna mynd af þeim saman á Instagram þar sem hún sagði Miller vera „einn af sínum bestu vinum og uppáhalds manneskjum í heiminum“ og hún væri þakklát fyrir að hafa hann í lífi sínu. Þá sagði hún skilyrðislausa ást vera óeigingjarna, og hún þyrfti að gera það sem væri best fyrir hann þó það þýddi að enda sambandið.

Skjáskot

Á sama tíma virtist Miller eiga í miklum erfiðleikum með neyslu sína og var meðal annars handtekinn eftir að hafa klesst bifreið sína undir áhrifum stuttu eftir sambandsslitin.

Aðdáendur Miller voru ekki parsáttir við söngkonuna og kenndu henni um ástand rapparans. Þá sagði einn sambandsslitin vera  „átakanlegasta sem hafði komið fyrir í Hollywood“ eftir að Miller hafði gefið út plötu sem var sögð vera að miklu leyti tileinkuð Grande.Grande tók til varna eftir þetta tíst og tjáði sig í fyrsta sinn um ástæður sambandslitanna. Hún sagði sambandið hafa verið „eitrað“ og hún hafi reynt eftir bestu getu að hjálpa honum í baráttu við fíknina, það hefði verið erfitt og hræðilegt.

Þá sagði hún það vera ósanngjarna kröfu á konur að þær þyrftu að vera bæði barnapíur og mæður og tilhneiging samfélagsins til þess að gera þær ábyrgar fyrir mistökum karlmanna væri ólíðandi.

Lokaði fyrir athugasemdir á Instagram

Eftir að fregnir bárust af dauðsfalli rapparans í gærkvöld varð Grande fyrir barðinu á óvægnum ummælum margra aðdáenda rapparans sem sögðu hana ábyrga fyrir því sem hafði gerst. Þá þurfti hún að loka fyrir athugasemdir á Instagram-reikningi sínum.

Á Twitter sögðu margir ástarsorgina hafa gert út af við Miller og dauða hans mætti rekja til þess. Þá vildu margir meina að Grande hafði verið of fljót að fara í samband með Davidson og það hafi farið illa í Miller. 


 Mac Miller kom fram í spjallþætti Stephen Colbert fyrir minna en mánuði síðan. Vísir/Getty

Margir hafa tekið upp hanskann fyrir Grande og benda á að hún geti ekki borið ábyrgð á gjörðum Miller eða tilfinningum hans, meðal annars rapparinn Angel Haze sem bendir á að vandamál Miller hafi ekki byrjað þegar Grande sleit sambandinu, en þrátt fyrir ungan aldur hefur Miller átt í erfiðleikum með fíkniefni um langa hríð.

Þá benda margir á að Grande hafi sjálf gengið í gegnum margt undanfarna mánuði, en í mars á síðasta ári var gerð hryðjuverkaárás á tónleika hennar þar sem 22 aðdáendur hennar létust. 

Andlát fyrrverandi kærasta hennar er því enn eitt áfallið á stuttum tíma fyrir söngkonuna ungu. 


 
 

Tónlistarheimurinn syrgir Miller

Miller hafði gefið út plötuna „Swimming“ fyrir rúmum mánuði síðan og átti tónleikaferðalag hans að hefjast þann 27. október. Sama dag og hann lést hafði hann lýst yfir mikilli tilhlökkun og sagðist óska þess að tónleikaferðalagið myndi hefjast þegar í stað.Þá hafa aðrir tónlistarmenn lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum og er greinilegt að margir munu syrgja þennan vinsæla rappara.


 
 
 
 
 


Tengdar fréttir

Rapparinn Mac Miller látinn

Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.