Arnór genginn í raðir CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 10:30 Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann virðist er á leið til Rússlands. vísir/getty Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur. Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur.
Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira