Arnór genginn í raðir CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 10:30 Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann virðist er á leið til Rússlands. vísir/getty Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur. Fótbolti Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er formlega genginn í raðir rússneska stórveldisins CSKA Moskvu frá IFK Nörrköping í Svíþjóð. Kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra eða 500 milljónir íslenskra króna. Þessi 19 ára gamli framherji gekk í raðir sænska liðsins frá ÍA árið 2016 eftir að spila sex leiki í Pepsi-deildinni en hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands. CSKA Moskva hefur gert mikið til að fá Skagapiltinn í sínar raðir en samningaviðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í um tvær vikur eftir að rússneska stórveldið gerði fyrst tilboð í hann 16. ágúst. Arnór hefur heillað mikið í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann er búinn að byrja tíu af 19 leikjum Nörrköping þrátt fyrir ungan aldur og koma við sögu í 17 leikjum liðsins. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp önnur þrjú.Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ — ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018 Arnór hefur fengið mikið hrós í sumar, meðal annars frá liðsfélögum sínum. Simon Thern, miðjumaður IFK Nörrköping, sagði hann vera hæfileikaríkasta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum. Skagamaðurinn verður annar Íslendingurinn til að ganga í raðir CSKA Moskvu en Rússarnir keyptu fyrr í sumar landsliðsbakvörðinn Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City. Hann fær nú íslenskan liðsfélaga. Arnór verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi en fyrir eru Hörður Björgvin hjá CSKA Moskvu, Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar og svo þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá Rostov. CSKA Moskva er stærsta félagið í Rússlandi en það hefur unnið efstu deild þar í landi þrettán sinnum, síðast árið 2016 en það hafnaði í öðru sæti í fyrra. Liðið spilar í Meistaradeildinni í vetur.
Fótbolti Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira