Ronaldo mistókst að skora í sigri Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í baráttunni í dag.
Ronaldo í baráttunni í dag. Vísir/Getty

Juventus er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eftir 2-1 sigur á nýliðum Parma í kvöld. Cristiano Ronaldo náði ekki að skora fyrir Juventus.

Juventus var ekki lengi að komast yfir en Mario Mandzukic kom Juventus yfir strax á annarri mínútu og útlitið gott fyrir ítölsku meistaranna.

Það var hins vegar fyrrum leikmaður Arsenal og Roma, Gervinho, sem jafnaði metin á 33. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Blaise Matuidi reyndist hetja Juventus á 58. mínútu er hann skoraði sigurmarkið eftir undirbúning Mandzukic. Lokatölur 2-1.

Cristiano Ronaldo komst ekki á blað í dag en hann hefur ekki skorað í fyrstu þremur leikjum sínum hjá Juventus sem eru á toppnum með fullt hús. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.