Innlent

Hundur réðst á eiganda sinn í Vestmannaeyjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alaskan Malamute er nefndur eftir Malamut Inúítum sem búa á heimskautsströnd Vestur-Alaska. Þeir eru með brún augu.
Alaskan Malamute er nefndur eftir Malamut Inúítum sem búa á heimskautsströnd Vestur-Alaska. Þeir eru með brún augu. Wiki Commons
Heimilishundur af Alaska Malamute-tegund réðst á eiganda sinn í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Eigandinn, kona á fertugsaldri, hlaut töluverða áverka við augu og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar.

Hundurinn beit konuna í andlit og aðra höndina en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum verður hundurinn aflífaðir. Er hann af sömu tegund og hundurinn sem beit fimm ára dreng í Kópavogi í vor með þeim afleiðingum að sauma þurfi um áttatíu spor í andlit hans.

Sjá einnig: Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn



Þá óskar lögreglan í Vestmannaeyjum eftir upplýsingum um rúðubrot í safnaðarheimili Landakirkju en fjórar rúður voru brotnar. Talið er að rúðurnar hafi verið brotnar daginn áður en ekki er ljóst hver eða hverjir þarna voru að verki.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×