Íslenski boltinn

Engin bikarþynna í Stjörnunni og Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind skoraði í kvöld eins og svo oft áður.
Berglind skoraði í kvöld eins og svo oft áður. vísir/ernir

Það var lítil bikarþynnka í Stjörnunni og Breiðablik sem kláruðu sína leiki í Pepsi-deild kvenna nokkuð auðveldlega í kvöld. Mörkunum rigndi í Garðabæ en Breiðablik lét tvö nægja.

Stjarnan, sem tapaði úrslitaleiknum í Mjólkurbikarnum á föstudaginn, rústaði HK/Víking 7-1. Guðmunda Brynja Óladóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoruðu tvö mörk hver.

HK/Víkingur lenti 4-0 undir en Arna Eiríksdóttir minnkaði muninn í 4-1. Birna Jóhannsdóttir skoraði sjöunda og síðasta mark Stjörnunnar á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fjórum mínútum áður.

Stjarnan er í þriðja sætinu með 28 stig en HK/Víkingur er í sjöunda sætinu með þrettán stig. Nýliðarnir eru þremur stigum frá fallsæti.

Bikarmeistarar Breiðabliks unnu 2-0 sigur á KR. Hildur Antonsdóttir og Berglind Björg Þorvalsdótir skoruðu mörkin á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik.

Blikarnir á toppnum með 37 stig, tveimur á undan Þór/KA. KR er í áttunda sætinu, tveimur stigum frá falli.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.