Hætt að gefa þögult samþykki eftir heimsókn Piu Kjærsgaard Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:07 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernireyjolfsson Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11
„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44
Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34