„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2018 16:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent