Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2018 13:34 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. VÍSIR/ANTON BRINK Pia Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, sakar Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, um að ala á sundrungu. Þetta segir Pia í grein sem birt er á danska vefnum Information en um er að ræða svar hennar við grein Guðmundur Andra sem birt var á sama vef. Sú grein birtist fyrst á íslensku á vef Kjarnans. Í grein sinni segir Guðmundur Andri að Pia hefði ekki verið heppilegur fulltrúi dönsku þjóðarinnar á fullveldishátíðinni á Þingvöllum. Hann segir Piu hafa málað skrattann á vegginn árum saman í tali sínu um innflytjendur og ekki dregið af sér, síst af öllu hagað málflutningi sínum af kurteisi. „Með orðum sínum hefur hún átt ríkan þátt í því að skapa andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður,“ skrifar Guðmundur.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/EyþórTelur viðbrögð Piu athyglisverð Hann segir viðbrögð Piu við hófsömum mótmælum vegna veru hennar á fullveldishátíðinni hafa verið afar athyglisverð. Pia veitti þingmönnum tilsögn í kurteisi og sagði þingmenn sem létu í ljós hug sinn hafa hegðað sér eins og óuppdregin börn. „Þannig upplifir Stórdaninn enn þá okkur Íslendinga: börn sem annað hvort eru hlýðin og búið að ala vel upp eða illa upp alin. Undirtextinn er þessi: það er enginn fullorðinn lengur að passa þessi frumnorrænu villibörn,“ skrifar Guðmundur Andri. Þegar Pia talaði um Íslendinga sem varðgæslumenn hins norræna anda fékk það allt aðra merkingu en ef einhver Preben eða Karen hefði sagt það. „Miklu ískyggilegra,“ skrifar Guðmundur og bætir við að allt sem Pia segir fái merkingu af fyrri orðum hennar og gerðum. „Hún fór yfir strikið og þar eru hún; kemst ekkert til baka þrátt fyrir vegtyllur; bara vegtyllurnar sem færast. Úr hennar munni fær allt „norrænt“ aðra merkingu en það myndi hafa hjá manneskju sem ekki hefði spúð svona miklu eitri yfir fólk fyrir það eitt að vera „ekki norrænt“. Þannig er það bara; þetta er manneskja sem komist hefur þangað sem hún situr með því að ögra og sundra og særa, reyna á mörk hins ásættanlega málflutnings, færa þau út; og segja það sem ekki má en margt fólk hugsar á sínum verri stundum. Þau sem skipulögðu þetta allt saman gerðu það í góðri trú en gleymdu því eða áttuðu sig ekki á því hver þessi manneskja er og fyrir hvað hún stendur. Vanmátu pólitíkina í þessu sem öðru,“ skrifar Guðmundur.Segist ekki hafa heyrt neitt jafn furðulegt á 34 ára ferli Pia er allt annað en sátt við þessi skrif Guðmundur og bendir á að hún hafi ekki verið fædd þegar Ísland tilheyrði danska ríkinu. Samt sem áður saki Guðmundur Andri hana um yfirgang í ætt við harða nýlendustefnu. Hún segir Guðmundur Andra gera sig sekan um að kenna núverandi kynslóð um syndir þeirra sem á undan komu og ala þannig á sundrungu. Hún segir nokkra þingmenn úr Pírötum, sem hún kallar stjórnleysingja, og einn þingmann Samfylkingarinnar, sem var Helga Vala Helgadóttir, hafa mótmælt persónu hennar. En nú hafi hins vegar Guðmundur Andri blandað sér í umræðuna og sett veru hennar á fullveldishátíðinni í sögulegt samhengi sem varðar samband Íslendinga og Dana. Hún segist hafa heyrt ýmislegt á sínum ferli í pólitík í Danmörku síðastliðin 34 ár en aldrei neitt jafn furðulegt og þegar Guðmundur Andri segir hana vera Stórdana sem líti niður á Íslendinga. Pia segist eiga erfitt með að tengja við hugsun Dana þegar þeir stjórnuðu Íslendingum því hún var ekki fædd á þeim tíma.Spyr hvort Íslendingar megi bara stæra sig af föðurlandsást? Hún telur þessi ummæli Guðmundur Andra lykta af minnimáttarkennd. Pia veltir fyrir sér hvort að Guðmundur Andri viti yfir höfuð hvað hann er að segja þegar hann segir Piu hafa skapað andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður. Hún segir mikla föðurlandsást ríkja á Íslandi og Íslendinga reyna hvað þeir geta að vernda tungumál sitt fyrir erlendum áhrifum. Það hafi Danir hins vegar ekki gert. Pia spyr hvers vegna Íslendingar megi einir stæra sig af föðurlandsást og hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? „Ég myndi ekki láta mig dreyma um að skipta mér af íslenskri pólitík,“ skrifar Pia. Hún segist þrátt fyrir allt sátt við Íslandsför sín og telur ekki að þeir þingmenn sem mótmæltu veru hennar á fullveldishátíðinni endurspegli hug íslensku þjóðarinnar. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, sakar Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, um að ala á sundrungu. Þetta segir Pia í grein sem birt er á danska vefnum Information en um er að ræða svar hennar við grein Guðmundur Andra sem birt var á sama vef. Sú grein birtist fyrst á íslensku á vef Kjarnans. Í grein sinni segir Guðmundur Andri að Pia hefði ekki verið heppilegur fulltrúi dönsku þjóðarinnar á fullveldishátíðinni á Þingvöllum. Hann segir Piu hafa málað skrattann á vegginn árum saman í tali sínu um innflytjendur og ekki dregið af sér, síst af öllu hagað málflutningi sínum af kurteisi. „Með orðum sínum hefur hún átt ríkan þátt í því að skapa andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður,“ skrifar Guðmundur.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/EyþórTelur viðbrögð Piu athyglisverð Hann segir viðbrögð Piu við hófsömum mótmælum vegna veru hennar á fullveldishátíðinni hafa verið afar athyglisverð. Pia veitti þingmönnum tilsögn í kurteisi og sagði þingmenn sem létu í ljós hug sinn hafa hegðað sér eins og óuppdregin börn. „Þannig upplifir Stórdaninn enn þá okkur Íslendinga: börn sem annað hvort eru hlýðin og búið að ala vel upp eða illa upp alin. Undirtextinn er þessi: það er enginn fullorðinn lengur að passa þessi frumnorrænu villibörn,“ skrifar Guðmundur Andri. Þegar Pia talaði um Íslendinga sem varðgæslumenn hins norræna anda fékk það allt aðra merkingu en ef einhver Preben eða Karen hefði sagt það. „Miklu ískyggilegra,“ skrifar Guðmundur og bætir við að allt sem Pia segir fái merkingu af fyrri orðum hennar og gerðum. „Hún fór yfir strikið og þar eru hún; kemst ekkert til baka þrátt fyrir vegtyllur; bara vegtyllurnar sem færast. Úr hennar munni fær allt „norrænt“ aðra merkingu en það myndi hafa hjá manneskju sem ekki hefði spúð svona miklu eitri yfir fólk fyrir það eitt að vera „ekki norrænt“. Þannig er það bara; þetta er manneskja sem komist hefur þangað sem hún situr með því að ögra og sundra og særa, reyna á mörk hins ásættanlega málflutnings, færa þau út; og segja það sem ekki má en margt fólk hugsar á sínum verri stundum. Þau sem skipulögðu þetta allt saman gerðu það í góðri trú en gleymdu því eða áttuðu sig ekki á því hver þessi manneskja er og fyrir hvað hún stendur. Vanmátu pólitíkina í þessu sem öðru,“ skrifar Guðmundur.Segist ekki hafa heyrt neitt jafn furðulegt á 34 ára ferli Pia er allt annað en sátt við þessi skrif Guðmundur og bendir á að hún hafi ekki verið fædd þegar Ísland tilheyrði danska ríkinu. Samt sem áður saki Guðmundur Andri hana um yfirgang í ætt við harða nýlendustefnu. Hún segir Guðmundur Andra gera sig sekan um að kenna núverandi kynslóð um syndir þeirra sem á undan komu og ala þannig á sundrungu. Hún segir nokkra þingmenn úr Pírötum, sem hún kallar stjórnleysingja, og einn þingmann Samfylkingarinnar, sem var Helga Vala Helgadóttir, hafa mótmælt persónu hennar. En nú hafi hins vegar Guðmundur Andri blandað sér í umræðuna og sett veru hennar á fullveldishátíðinni í sögulegt samhengi sem varðar samband Íslendinga og Dana. Hún segist hafa heyrt ýmislegt á sínum ferli í pólitík í Danmörku síðastliðin 34 ár en aldrei neitt jafn furðulegt og þegar Guðmundur Andri segir hana vera Stórdana sem líti niður á Íslendinga. Pia segist eiga erfitt með að tengja við hugsun Dana þegar þeir stjórnuðu Íslendingum því hún var ekki fædd á þeim tíma.Spyr hvort Íslendingar megi bara stæra sig af föðurlandsást? Hún telur þessi ummæli Guðmundur Andra lykta af minnimáttarkennd. Pia veltir fyrir sér hvort að Guðmundur Andri viti yfir höfuð hvað hann er að segja þegar hann segir Piu hafa skapað andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður. Hún segir mikla föðurlandsást ríkja á Íslandi og Íslendinga reyna hvað þeir geta að vernda tungumál sitt fyrir erlendum áhrifum. Það hafi Danir hins vegar ekki gert. Pia spyr hvers vegna Íslendingar megi einir stæra sig af föðurlandsást og hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? „Ég myndi ekki láta mig dreyma um að skipta mér af íslenskri pólitík,“ skrifar Pia. Hún segist þrátt fyrir allt sátt við Íslandsför sín og telur ekki að þeir þingmenn sem mótmæltu veru hennar á fullveldishátíðinni endurspegli hug íslensku þjóðarinnar.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent