Erlent

Breska ríkisstjórnin birtir ráðleggingar fyrir Brexit án samnings

Kjartan Kjartansson skrifar
Raab Brexit-ráðherra segir Breta ekki þurfa að óttast að ákveðin matvæli fáist ekki eða að herinn verði kallaður út til að gæta matarbirgða eftir Brexit.
Raab Brexit-ráðherra segir Breta ekki þurfa að óttast að ákveðin matvæli fáist ekki eða að herinn verði kallaður út til að gæta matarbirgða eftir Brexit. Vísir/EPA

Ráðherra Brexit-mála hefur birt ráðleggingar fyrir Breta ef svo fer að Bretland gengur úr Evrópusambandinu á næsta ári án þess að nokkur samningur liggir fyrir um hvernig samskiptunum við Evrópu verður háttað í framhaldinu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal ráðlegginganna séu leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem gætu þurft að takast á við aukna skriffinnsku á landamærum og viðbúnaðaráætlanir um hvernig hægt er að forðast lyfjaskort. Bretar sem ferðast til Evrópusambandsríkja gætu einnig þurft að greiða hærri færslugjöld á greiðslukortum sínum.

Dominic Raab, Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, lýsir ráðleggingunum sem „hagsýnum og í samræmi við tilefnið“. Hann segir að forgangsmál ríkisstjórnarinnar sé að ná samningi við Evrópusambandið og langlíklegast sé að það takist. Bretar þurfi hins vegar að vera tilbúnir að takast á við afleiðingarnar ef það mistekst.

Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars á næsta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.