Kókosolía ekki eitur en sýna ætti mikla hófsemi í neyslu hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2018 19:00 Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59