Erlent

Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör

Kjartan Kjartansson skrifar
82% fitunnar í kókosolíu er mettuð.
82% fitunnar í kókosolíu er mettuð. Vísir/Getty

Bandarísku hjartaverndarsamtökin (AHA) segja að kókosolía sé jafnóholl og nautafita eða smjör. Olían hefur verið seld sem heilsufæði, meðal annars með þeim rökum að fitan í henni sé á einhvern hátt betri en önnur mettuð fita.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að AHA hafi uppfært ráðleggingar sínar og segi nú að engar haldbærar rannsóknir styðji þær fullyrðingar að kókoshnetuolía sé hollari en aðrar fitur.

Samtökin mæla með því að fólk takmarki neyslu sína á mettarði fitu, hvort sem hún sé í formi kókosolíu eða annars konar fitu.

Svokölluð mettuð fita er talin versti skaðvaldurinn í feitum mat. Hún getur hækkað kólestról í blóði og þannig myndað blóðtappa og aukið hættuna á hjartasjúkdómum.

AHA segja að 82% fitunnar í kókosolíu sé mettuð. Til samanburðar er 63% fitunnar í smjöri mettuð, 50% í nautafitu og 39% í svínafitu. Engar góðar rannsóknir styðji fullyrðingar sumra heilsufræðinga að samsetning fitutegunda í kókosolíu geri hana hollari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.