Skrautlegt mark í fyrsta sigri Emery

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lacazette fagnar markinu "sínu“
Lacazette fagnar markinu "sínu“ Vísir/Getty
Unai Emery náði í sinn fyrsta sigur sem stjóri Arsenal þegar liðið fékk West Ham í heimsókn. Sigurmarkið var ótrúlegt sjálfsmark sem Alexandre Lacazette á heiðurinn af.

Fyrir leikinn voru bæði Arsenal og West Ham búin að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og því mikið undir.

Arsenal var meira með boltann en gestirnir náðu þó að ógna marki Petr Cech og það voru Hamrarnir sem áttu fyrsta markið. Marko Arnautovic skoraði með laglegu skoti.

Arsenal var hins vegar ekki lengi að svara. Nacho Monreal fékk boltann á fjærstönginni eftir að fyrirgjöf frá Hector Bellerin hafði farið framhjá öllum í markteignum. Fabianski var ekki tilbúinn fyrir skotið og Monreal jafnaði metin.

Staðan var jöfn í hálfleik en bæði lið áttu færi til þess að komast yfir. Í seinni hálfleik hélt Arsenal áfram að vera meira með boltann en West Ham átti nokkur uppbyggileg færi.

Það voru heimamenn sem komust yfir með skrautlegu marki. Lacazette fékk boltann í teignum og leikmenn West Ham vildu dæmda rangstöðu. Endursýningar sýndu að hann var ekki fyrir innan.

Frakkinn hljóp niður að endalínu og átti ekkert í stöðunni nema þruma boltanum inn í teiginn. Þar fór hann af Issa Diop og í netið, sjálfsmark sem Lacazette á þó heiðurinn af.

West Ham fékk færi á því að jafna leikinn en náði ekki að nýta þau. Í staðinn kláraði Danny Welbeck leikinn í uppbótartíma með góðu marki eftir sendingu Bellerin.

Unai Emery getur andað léttar, fyrsti sigurnn kominn í bókina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira