Inter og Torino skildu jöfn

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Torino og Inter Milan skildu jöfn í ítölsku deildinni í dag eftir frábæra frammistöðu Torino í seinni hálfleiknum.

 

Inter tapaði fyrir Sassuolo í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og gátu því hefnt ófaranna í kvöld gegn Torino sem tapaði fyrir Roma í fyrstu umferðinni.

 

Liðsmenn Inter byrjuðu leikinn af miklum krafti og náði Króatinn Ivan Perisic forystunni fyrir Inter strax á 6. mínútu.

 

Forysta Inter tvöfaldaðist á 32. mínútu þegar Stefan De Vrij skoraði og var staðan 2-0 í hálfleiknum.

 

Liðsmenn Torino mættu tvíelfdir til leiks í seinni hálfleikinn og voru ekki lengi að minnka muninn en það gerði Andrea Belotti á 55. mínútu.

 

Það var síðan Soualiho Meite sem jafnaði metin fyrir Torino á 68. mínútu og þar við sat. Inter fer því ekki vel af stað og er með eitt stig eftir tvær umferðir.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira