Inter og Torino skildu jöfn

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty

Torino og Inter Milan skildu jöfn í ítölsku deildinni í dag eftir frábæra frammistöðu Torino í seinni hálfleiknum.
 
Inter tapaði fyrir Sassuolo í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og gátu því hefnt ófaranna í kvöld gegn Torino sem tapaði fyrir Roma í fyrstu umferðinni.
 
Liðsmenn Inter byrjuðu leikinn af miklum krafti og náði Króatinn Ivan Perisic forystunni fyrir Inter strax á 6. mínútu.
 
Forysta Inter tvöfaldaðist á 32. mínútu þegar Stefan De Vrij skoraði og var staðan 2-0 í hálfleiknum.
 
Liðsmenn Torino mættu tvíelfdir til leiks í seinni hálfleikinn og voru ekki lengi að minnka muninn en það gerði Andrea Belotti á 55. mínútu.
 
Það var síðan Soualiho Meite sem jafnaði metin fyrir Torino á 68. mínútu og þar við sat. Inter fer því ekki vel af stað og er með eitt stig eftir tvær umferðir.
 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.