Enski boltinn

Upphitun: Gylfi og Aguero í eldlínunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aguero skoraði þrennu í síðasta leik
Aguero skoraði þrennu í síðasta leik vísir/getty
Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla um helgina með sex leikjum í þriðju umferðinni. Englandsmeistararnir og Gylfi Þór Sigurðsson verða í eldlínunni í dag.

Það má búast við mikið af mörkum strax í fyrsta leik. Englandsmeistarar Manchester City sækja nýliðana heim í hádeginu. City setti sex mörk á Huddersfield í síðustu umferð og ná líklega að setja einhver mörk í dag.

Arsenal og West Ham eigast við í Lundúnaslag klukkan 14:00. Nýir þjálfarar á báðum vígstöðvum og ekki enn kominn sigur í hús.

Á sama tíma verður Gylfi Þór Sigurðsson í eldlínunni gegn Bournemotuh á útivelli. Cardiff sækir Huddersfield heim en Aron Einar Gunnarsson er enn meiddur og verður því ekki í liði Cardiff.

Lokaleikur dagsins er viðureign Liverpool og Brighton á Anfield. Liverpool virðist vera eina liðið sem á séns í að halda í við Manchester City miðað við byrjun mótsins og má því ekki misstíga sig gegn Brighton.

Leikir dagsins:

11:30 Wolverhampton - Manchester City, í beinni á Stöð 2 Sport

14:00 Arsenal - West Ham, í beinni á Stöð 2 Sport

14:00 Bournemouth - Everton

14:00 Huddersfield - Cardiff

14:00 Southampton - Leicester

16:30 Liverpool - Brighton, í beinni á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×