Enski boltinn

Klopp: Getum bætt okkur mikið

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn Brighton í dag en hann segir þó að liðið sitt getur bætt sig á mörgum stöðum.

 

Liverpool var ekki upp á sitt besta í leiknum en náði þó að knýja fram 1-0 sigur. Klopp segir að það Liverpool hefði geta gert mikið betur í leiknum.

 

„Níu stig eftir þrjá leiki, ég hef aldrei heyrt neitt neikvætt um það,“ sagði Klopp.

 

„Við fengum heldur ekki á okkur mark og það er heldur ekki hægt að segja neitt neikvætt um það.“

 

„Ef þú horfðir á leikinn þá vissir þú, og núna vita mun fleiri, að við getum bætt okkur heilmikið. Í fyrri hálfleiknum vorum við með rétta hugarfarið og skoruðum mikilvægt mark og vorum þolinmóðir.“

 

„Hinsvegar í seinni hálfleiknum þá vorum við ekki eins, strákarnir spiluðu öðruvísi og það var ekki jákvætt.“

 

„Við sýndum ekki sömu þolinmæði og leikurinn varð opnari og það var óþarfi.“

 

„Á síðustu 10. mínútunum átti þeir færu og hefði getað jafnað en gerðu það ekki og við unnum því sanngjarnan sigur, en við hefðum getað gert betur.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×