Enski boltinn

Emery: Þetta er kjaftasaga

Dagur Lárusson skrifar
Unai Emery.
Unai Emery. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, þvertekur fyrir það að hafa rifist heiftarlegar við Mesut Özil á æfingu liðsins í vikunni.

 

Mesut Özil var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær gegn West Ham og eftir það brutust þessar fréttir út.

 

„Afhverju er þessi kjaftasaga í gangi? Þetta er ekki satt. Ég veit ekki hver er að segja þér þetta,“ sagði Emery.

 

„Hann settist niður með mér og við ákváðum að hann myndi ekki spila í dag. Hann fór af æfingu því hann var orðinn veikur og vildi fara heim.“

 

„Í gær þá var hann hérna ég sagði honum að koma inn í klefa til okkar ef honum væri farið að líða betur. Honum var farið að líða betur og því var hann með okkur fyrir leik.“

 

„Stigin þrjú var það eina skipti máli í dag, ekki þessi kjaftasaga.“

 

Sigur Arsenal á West Ham var fyrsti sigur Arsenal undir stjórn Emery í ensku úrvalsdeildinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×