Fótbolti

Emil fór meiddur af velli í jafntefli Frosinone

Dagur Lárusson skrifar
Emil í baráttunni.
Emil í baráttunni. vísir/getty

Emil Hallfreðsson fór meiddur af velli í markalausu jafntefli Frosinone gegn Bologna í ítölsku deildinni í kvöld.
 
Bæði lið gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í deildinni um síðustu helgi.
 
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Frosinone í dag en hann var tekinn af velli strax á 11. mínútu leiksins vegna meiðsla.
 
Hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifði leiks og því var lokastaðan 0-0.
 
Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir íslenska landskiðið sem spilar tvo leiki á næstu vikum en Jóhann Berg Guðmundsson fór einnig meiddur af velli hjá Burnley í dag auk þess sem Alfred Finnbogason er að glíma við meiðsli og mun ekki taka þátt í þessum landsleikjum.
 


Tengdar fréttir

Fulham náði í fyrsta sigurinn í sex marka leik

Nýliðar Fulham sóttu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Burnley mætti á Craven Cottage. Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur út af snemma leiks.

Svona tilkynnti Hamrén fyrsta hópinn

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynntu sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Kolbeinn Sigþórsson og Viðar Örn Kjartansson koma inn í framlínuna, Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.