Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 16:00 Dagný Brynjarsdóttir tæklar hér þýsku landsliðskonuna Önnu Blaesse í fyrri leik þjóðanna. Vísir/Getty Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann