Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 16:00 Dagný Brynjarsdóttir tæklar hér þýsku landsliðskonuna Önnu Blaesse í fyrri leik þjóðanna. Vísir/Getty Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira