Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 16:00 Dagný Brynjarsdóttir tæklar hér þýsku landsliðskonuna Önnu Blaesse í fyrri leik þjóðanna. Vísir/Getty Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira