Fótbolti

Bara 300 miðar eftir á Þýskalandsleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður fjör í Laugardalnum.
Það verður fjör í Laugardalnum. Vísir/Andri Marinó

Miðarnir eru að seljast upp á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á Twitter að aðeins 300 miðar séu eftir á leikinn en Laugardalsvöllurinn tekur um tæplega tíu þúsund manns.

Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í miða á þennan gríðarlega mikilvægan leik þar sem íslenska kvennalandsliðið getur tryggt sér sæti á Hm í fyrsta sinn.Þetta verður væntanlega í fyrsta sinn sem miðar seljast upp á kvennalandsleik og aðsóknarmetið er löngu fallið.

Ísland tryggir sig inn á HM með sigri en með jafntefli þá fá íslensku stelpurnar sæti á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur.


Tengdar fréttir

„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“

Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.