Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 11:38 Það virðist því miður liðin tíð að óhætt sé að bregða sér af bæ án þess að læsa á eftir sér Lögreglan á Austurlandi Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22