Sneri brottfluttum mæðgum aftur til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:33 Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni innflytjenda og hælisleitenda í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum. vísir/getty Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35