Enski boltinn

Pochettino hrósar Tottenham fyrir hugrekki

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mauricio Pochettino mætir til leiks með sama hóp og í fyrra
Mauricio Pochettino mætir til leiks með sama hóp og í fyrra vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenam, kveðst ekki ósáttur með framgöngu félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar en Tottenham var eina lið ensku úrvalsdeildarinnar sem bætti engum nýjum leikmanni við liðið í sumar.

„Kannski eru allir að tala um að Tottenham hafi ekkert verslað eins og það sé slæmt. En afhverju að kaupa bara til að kaupa?“ spyr Pochettino.

„Maður verður að bera virðingu fyrir öllum skoðunum en félagið tók ákvörðun um að kaupa ekkert. Við erum líklega eina félagið í Evrópu sem keypti ekkert,“ segir Pochettino.

Tottenham var að eltast við Jack Grealish en var ekki tilbúið að borga uppsett verð til Aston Villa. Tottenham missti hins vegar engan leikmann og mætir því til leiks með sama lið og hafnaði í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

„Það lítur eflaust illa út í huga einhvers í ljósi þess hvernig tíðarandinn er og í ljósi sögunnar en þetta var að lokum okkar ákvörðun; að halda okkar bestu mönnum og mæta til leiks með sama hóp. Ég tel það hugrekki hjá okkur,“ segir Pochettino.

Tottenham heimsækir Newcastle í fyrstu umferð deildarinnar í hádegisleiknum á laugardag.

 


Tengdar fréttir

Pochettino: Ekki mér að kenna

Stjóri Tottenham kveðst ekki geta svarað því hvers vegna félagið hafi ekki enn keypt leikmann í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×