Mourinho eins og lag með Maus: Allt sem þið lesið er lygi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:30 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir enga ólgu vera innan síns liðs þótt að ekkert hafi gengið að styrkja liðið áður en félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Manchester United og Leicester City spila opnunarleik tímabilsins á Old Trafford í kvöld en í gær snérist allt um það hvort Mourinho tækist að ná í nýjan miðvörð. United bauð í Diego Godin hjá Atletico Madrid án árangurs og ekkert varð að því að menn eins og Harry Maguire, Toby Alderweireld, Jerome Boateng eða Yerry Mina kæmu til United. Jose Mourinho hljómaði eins og lag með Maus þegar hann svaraði spurningum um ólgu og ósætti innan United liðsins. „Ef lygi er endurtekin þúsund sinnum þá er hún ennþá lygi þótt að fólk sé farið að halda annað,“ sagði Jose Mourinho. Sky Sports segir frá. „Ef þið endurtakið það þúsund sinnum að samband mitt og leikmanna minna sé slæmt þá er það lygi sem er endurtekin þúsund sinnum en það er samt lygi,“ sagði Mourinho. „Ég er með leikmenn og ég er ánægður með mína leikmenn. Ég vil vinna með þeim,“ sagði Mourinho.Jose Mourinho hits out at 'lies' and insists he likes his Manchester United players By @mjcritchleyhttps://t.co/y9LdDDfEkWpic.twitter.com/ccrXwMQZIR — Indy Football (@IndyFootball) August 10, 2018 „Hugmyndir fólks eftir að hafa lesið þetta er kannski öðruvísi en ég er ánægður með mína leikmenn og minn leikmannahóp. Ég naut síðasta tímabils þar sem við vorum með í baráttunni til enda og náðum besta árangri félagsins í fimm eða sex ár,“ sagði Mourinho. „Ég ætla líka að hafa gaman af þessu tímabili. Í lok nóvember að í desember þá munið þið sjá hvaða lið eru líklegust til að vinna ensku deildina. Það sem er sagt á þessari stundu er því ekki mikilvægt,“ sagði Mourinho. „Nú skulum við spila fótbolta og sjáum svo til í lok nóvember eða í desember hver staðan er,“ sagði Mourinho.Leikur Manchester United og Leicester verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir enga ólgu vera innan síns liðs þótt að ekkert hafi gengið að styrkja liðið áður en félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Manchester United og Leicester City spila opnunarleik tímabilsins á Old Trafford í kvöld en í gær snérist allt um það hvort Mourinho tækist að ná í nýjan miðvörð. United bauð í Diego Godin hjá Atletico Madrid án árangurs og ekkert varð að því að menn eins og Harry Maguire, Toby Alderweireld, Jerome Boateng eða Yerry Mina kæmu til United. Jose Mourinho hljómaði eins og lag með Maus þegar hann svaraði spurningum um ólgu og ósætti innan United liðsins. „Ef lygi er endurtekin þúsund sinnum þá er hún ennþá lygi þótt að fólk sé farið að halda annað,“ sagði Jose Mourinho. Sky Sports segir frá. „Ef þið endurtakið það þúsund sinnum að samband mitt og leikmanna minna sé slæmt þá er það lygi sem er endurtekin þúsund sinnum en það er samt lygi,“ sagði Mourinho. „Ég er með leikmenn og ég er ánægður með mína leikmenn. Ég vil vinna með þeim,“ sagði Mourinho.Jose Mourinho hits out at 'lies' and insists he likes his Manchester United players By @mjcritchleyhttps://t.co/y9LdDDfEkWpic.twitter.com/ccrXwMQZIR — Indy Football (@IndyFootball) August 10, 2018 „Hugmyndir fólks eftir að hafa lesið þetta er kannski öðruvísi en ég er ánægður með mína leikmenn og minn leikmannahóp. Ég naut síðasta tímabils þar sem við vorum með í baráttunni til enda og náðum besta árangri félagsins í fimm eða sex ár,“ sagði Mourinho. „Ég ætla líka að hafa gaman af þessu tímabili. Í lok nóvember að í desember þá munið þið sjá hvaða lið eru líklegust til að vinna ensku deildina. Það sem er sagt á þessari stundu er því ekki mikilvægt,“ sagði Mourinho. „Nú skulum við spila fótbolta og sjáum svo til í lok nóvember eða í desember hver staðan er,“ sagði Mourinho.Leikur Manchester United og Leicester verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira