Spjaldtölvur á hliðarlínunni og harðar tekið á mótmælum knattspyrnustjóra Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 12:00 Jose Mourinho var rekinn upp í stúku í leik Southampton og Manchester United á síðasta tímabili. Hann þarf að passa sig enn frekar á hliðarlínunni í vetur Vísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Leicester í opnunarleiknum á Old Trafford. Eins og fyrir flest tímabil eru nokkrar reglubreytingar sem hafa tekið gildi yfir sumarið. Það verður tekið harðar á hegðun knattspyrnustjóranna á hliðarlínunni. Dómararnir munu ekki geta gefið stjórunum spjöld en þeir gefa viðvaranir. Fjórar viðvaranir þýða eins leiks bann, átta eru tveggja leikja bann og svo framvegis. Bönn leikmanna breytast aðeins. Gul spjöld færast ekki á milli keppna; gult í úrvalsdeildinni telur ekki upp í bann í bikarkeppninni. Fimm uppsöfnuð gul spjöld þýða eins leiks bann. Rauð spjöld gilda hins vegar á allar keppnir, rautt í úrvalsdeildarleik þýðir bann í næsta leik á vegum enska knattspyrnusambandsins, sama í hvaða keppni það er. Stærsta breytingin er líklega sú að nú má þjálfarateymið vera með spjaldtölvur eða snjallsíma á hliðarlínunni. Tækin verða notuð til þess að fara yfir klippur úr leiknum með varamönnum og skoða tölfræði og þess háttar.Rauð spjöld halda áfram að gefa leikbönn í öllum keppnum enska knattspyrnusambandsins. Hægt verður að áfrýja lengd einstakra banna.vísir/gettyÞá verður ekki leyfilegt að nota þau til þess að rífast við dómarann um ákvarðanir, til dæmis vítaspyrnur sem ekki voru gefnar en endursýningar sýna að hefðu átt að standa. Myndbandstækni verður nefnilega ekki notuð í ensku deildunum. Myndbandstæknin virkaði nokkuð vel á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja ekki taka hana í notkun strax. Hún verður hins vegar notuð í öllum bikarleikjum á Englandi sem fara fram á úrvalsdeildarvöllum. Í deildarbikarnum verður hætt að notast við framlengingar, leikir sem enda í jafntefli fara beint í vítaspyrnukeppni. Þá fer vítaspyrnukeppnin aftur í hefðbundið ABAB fyrirkomulag og hætt að notast við ABBA. Félagsskiptaglugginn á Englandi lokaði í gær, í fyrsta skipti sem hann lokar áður en tímabilið hefst en ekki um mánaðarmótin. Liðin munu ræða þessa breytingu á næstu mánuðum. Leikur Manchester United og Leicester verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 18:50. Þrír leikir verða í beinni útsendingu á laugardag og tveir á sunnudag, þar á meðal stórleikur Arsenal og Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Leicester í opnunarleiknum á Old Trafford. Eins og fyrir flest tímabil eru nokkrar reglubreytingar sem hafa tekið gildi yfir sumarið. Það verður tekið harðar á hegðun knattspyrnustjóranna á hliðarlínunni. Dómararnir munu ekki geta gefið stjórunum spjöld en þeir gefa viðvaranir. Fjórar viðvaranir þýða eins leiks bann, átta eru tveggja leikja bann og svo framvegis. Bönn leikmanna breytast aðeins. Gul spjöld færast ekki á milli keppna; gult í úrvalsdeildinni telur ekki upp í bann í bikarkeppninni. Fimm uppsöfnuð gul spjöld þýða eins leiks bann. Rauð spjöld gilda hins vegar á allar keppnir, rautt í úrvalsdeildarleik þýðir bann í næsta leik á vegum enska knattspyrnusambandsins, sama í hvaða keppni það er. Stærsta breytingin er líklega sú að nú má þjálfarateymið vera með spjaldtölvur eða snjallsíma á hliðarlínunni. Tækin verða notuð til þess að fara yfir klippur úr leiknum með varamönnum og skoða tölfræði og þess háttar.Rauð spjöld halda áfram að gefa leikbönn í öllum keppnum enska knattspyrnusambandsins. Hægt verður að áfrýja lengd einstakra banna.vísir/gettyÞá verður ekki leyfilegt að nota þau til þess að rífast við dómarann um ákvarðanir, til dæmis vítaspyrnur sem ekki voru gefnar en endursýningar sýna að hefðu átt að standa. Myndbandstækni verður nefnilega ekki notuð í ensku deildunum. Myndbandstæknin virkaði nokkuð vel á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja ekki taka hana í notkun strax. Hún verður hins vegar notuð í öllum bikarleikjum á Englandi sem fara fram á úrvalsdeildarvöllum. Í deildarbikarnum verður hætt að notast við framlengingar, leikir sem enda í jafntefli fara beint í vítaspyrnukeppni. Þá fer vítaspyrnukeppnin aftur í hefðbundið ABAB fyrirkomulag og hætt að notast við ABBA. Félagsskiptaglugginn á Englandi lokaði í gær, í fyrsta skipti sem hann lokar áður en tímabilið hefst en ekki um mánaðarmótin. Liðin munu ræða þessa breytingu á næstu mánuðum. Leikur Manchester United og Leicester verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 18:50. Þrír leikir verða í beinni útsendingu á laugardag og tveir á sunnudag, þar á meðal stórleikur Arsenal og Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira