Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:49 Þúsundir söfnuðust saman við moskuna í gær og standa mótmælin enn yfir. Weibo Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira