Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:49 Þúsundir söfnuðust saman við moskuna í gær og standa mótmælin enn yfir. Weibo Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira