Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:49 Þúsundir söfnuðust saman við moskuna í gær og standa mótmælin enn yfir. Weibo Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. Embættismenn segja að hin nýreista Weizhou-moska í Ningxia uppfylli ekki skilmála þarlendrar byggingarreglugerðar. Sóknarbörnin taka hins ekki í mál að moskan verði rifin niður. Haft er eftir einum múslima á vef breska ríkisútvarpsins að það sé ekki fræðilegur möguleiki að hann muni leyfa „stjórnvöldum að snerta moskuna.“ Alls búa um 23 milljónir múslima í Kína og hefur Íslam verið fyrirferðamikil í Ningxia-héraði svo öldum skiptir. Mannréttindasamtök greina nú hins vegar frá því að múslimski minnihluti þjóðarinnar mæti sífellt meiri fordómum í Kína. Deilur múslimana og stjórnvalda í Ningxia má rekja tilkynningar þess efnis að moskan skyldi rifin vegna brota á byggingarreglugerðum. Tilkynningin fór á mikið flug meðal múslima í borginni sem brugðust ókvæða við fyrirhuguðu niðurrifi. Margir eru sagðir hafa spurt sig hvers vegna ekki var sett út á leyfisskortinn fyrr í framkvæmdaferlinu, en bygging moskunnar tók rúmlega tvö ár.Þrátt fyrir að Múslimar séu um 23 milljónir í Kína eru þeir engu að síður örlítill minnihlutahópur í hinu fjölmenna landi.vísir/gettyMúslimar söfnuðst saman fyrir framan moskuna í gær og standa mótmæli þeirra enn yfir. Til stóð að rífa moskuna í dag en óljóst er hvort mótmæli múslimanna hafi einhver áhrif á þær áætlanir. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en haft er eftir kínverskum embættismanni að svo gæti farið að fallist verði á það að minnka moskuna, í stað þess að jafna hana algjörlega við jörðu. Kínversk lög kveða á um trúfrelsi í landinu en mannréttindahópar segja að því sé alla jafna ekki fylgt eftir. Til að mynda hafi kristnir söfnuðir í Kína reglulega þurft að fjarlæga krossa af safnaðarheimilum sínum á þeim forsendum að þeir voru sagðir stangast á við deiliskipulagið. Kínversk stjórnvöld eru sögð óttast áhrif erlendra trúarhópa í landinu og hafa því útvegað þeim lítið svigrúm til trúarathafna sinna. Þá hafa borist fregnir af því að þarlendum múslimum hafi verið refsað fyrir að klæðast slæðum utandyra, sem og fyrir að hafa neitað að fylgjast með útsendingum ríkisútvarps og sjónvarps. Þá hefur þúsundum múslima verið skipað að sækja „fræðslubúðir,“ þar sem þeim er gert að læra „siði og venjur kínversku þjóðarinnar.“ Niðurrif moskunnar er því sögð, í ljósi fyrri aðgerða kínverskra stjórnvalda, vera til marks um að embættismenn séu farnir að færa sig ennfrekar upp á skaftið í baráttu sinni gegn minnihlutahópum í landinu.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira