Fótbolti

Batshuayi lánaður til Valencia

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Batshuayi vann brons með Belgum á HM í Rússlandi
Batshuayi vann brons með Belgum á HM í Rússlandi Vísir/Getty

Chelsea hefur lánað Michi Batshuayi til Valencia út tímabilið. Spænska liðið greinir frá komu Belgans í dag.

Batshuayi kom til Chelsea frá Marseille í Frakklandi sumarið 2016. Hann var lánaður til Borussia Dortmund í janúar á þessu ári út síðasta tímabil.

Belginn mun ekkert spila fyrir Chelsea í vetur því hann verður allt tímabilið með Valencia í spænsku La Liga deildinni. Hann spilaði 14 leiki fyrir Dortmund á seinni hluta síðasta tímabils og skoraði í þeim 9 mörk. Hann á 19 mörk í 53 leikjum fyrir Chelsea.

Batshuayi var í leikmannahóp Belga á HM í Rússlandi. Hann skoraði eitt mark í mótinu, gegn Túnis í riðlakeppninni.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.