Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. ágúst 2018 20:00 Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira