Íslenski boltinn

Breiðablik mistókst að ná fjögurra stiga forskoti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind var á skotskónum á gamla heimavellinum í dag.
Berglind var á skotskónum á gamla heimavellinum í dag. vísir/ernir

Breiðablik mistókst að ná fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna er liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum.

Fyrsta mark leiksins kom á 32. mínútu er Breiðablik komst yfir. Markið skoraði Eyjastelpan Berglind Björg Þorvalsdóttir eftir undirbúning Öglu Maríu Albertsdóttur.

1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik en tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Cloé Lacasse fyrir ÍBV. Lokatölur 1-1 og dýr stig í súginn hjá toppliði Breiðabliks.

Þór/KA tapaði fyrir KR í þessari sömu umferð svo Blikarnir gátu náð fjögurra stiga forskoti en er nú með tveggja stiga forskot á toppnum.

ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimmtán stig en úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.