Innlent

Mestar líkur að sjá deildarmyrkva á Norðurlandi

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Sævar Helgi ætlar að kíkja út í fyrramálið þó mestar líkur til að sjá deildarmyrkvann verði á Norðurlandi.
Sævar Helgi ætlar að kíkja út í fyrramálið þó mestar líkur til að sjá deildarmyrkvann verði á Norðurlandi. Vísir/Sævar Helgi Bragason

Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi á morgun laugardag. Myrkvinn sést frá öllu landinu ef vel viðrar. Deildarmyrkvinn verður mestur norðvestanlands þar sem tunglið hylur um 14 prósent af sólinni og 14,5 prósent á Hornströndum. En hvað er deildarmyrkvi?

„Deildarmyrkvar verða þegar að tunglið fer að hluta til fyrir sólina, hylur hana að hluta en ekki að fullu. Í fyrramálið hylur tunglið tíu til kannski fjórtán prósent af sólinni, það fer eftir því hvar á landinu við erum. Tunglið byrjar að færast fyrir sólina um tíu mínútur yfir átta í fyrramálið. Svo verður myrkvun í hámarki svona í kringum korter í níu eða svo. Svo lýkur honum tæpum klukkutíma síðar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins.

Mestar líkur á að sjá deildarmyrkvann eru á Norðurlandi miðað við veður- og skýjahuluspár.

„Ef vel viðrar einhvers staðar á landinu sem mestar líkur eru á Norðurlandi eins og sakir standa að þá ættu allir þeir sem hafa aðgang að einhvers konar hlífðarbúnaði eins og sólmyrkvagleraugum eða logsuðuglerjum eða eitthvað slíkt og horfa til himins geta séð tunglið að hluta til myrkva sólina. Svona miðað við skýjahuluspárnar þá virðast mestar líkur vera þar,“ segir Sævar.
Tengdar fréttir

„Blár ofurmáni“ á himni

Í dag, miðvikudaginn 31. janúar klukkan 13:27 að íslenskum tíma verður tunglið fullt í annað skiptið á þessu ári og þannig í annað skiptið í janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.