Innlent

Hápunktur Hinsegin daga í dag

Bergþór Másson skrifar
Mynd úr Gleðigöngunni í fyrra.
Mynd úr Gleðigöngunni í fyrra. Vísir / Vilhelm

Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir í Reykjavík síðan á þriðjudaginn og taka enda á morgun, sunnudag. Í dag er gengin gleðiganga frá Hörpu að Hljómskálagarði, þar sem slegið verður síðan til útihátíðar. Seinna um kvöldið er síðan Pallaball í Gamla Bíó.

Samkvæmt vefsíðu Hinsegin daga er gleðigangan hápunktur Hinsegin daga. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að mina á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni.“

Gangan leggur af stað stundvíslega klukkan 14:00 frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Því verður Sæbraut vestan Snorrabrautar og Geirsgötu lokað klukkan 10:00 ásamt þeim götum sem liggja að Hljómskálagarði.

Hinsegin dagar leggja áherslu á að þeir sem vilja ganga með, en hafa ekki sótt um þáttöku og eru ekki með sérstakt atriði, sláist í hópinn þegar að síðasti vagninn hefur farið framhjá.

Beint eftir gönguna hefst útihátíð í Hljómskálagarðinum þar sem „fram koma glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng“ segir á vefsíðu Hinsegin daga.

Að lokum verður slegið til veislu í Gamla Bíó með Páli Óskari. Á vefsíðu Hinsegin daga kemur fram að það er „aldrei að vita nema óvæntir gestir líti við og stígi á svið með Palla.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.