Erlent

Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis

Þórir Guðmundsson skrifar
Monsanto framleiðir Roundup. Fyrirtækið ætlar að áfrýja dómnum.
Monsanto framleiðir Roundup. Fyrirtækið ætlar að áfrýja dómnum. Vísir/EPA

Búist er við holskeflu af kærum á hendur bandaríska landbúnaðarvörufyrirtækinu Monsanto eftir að kviðdómur dæmdi fyrirtækið til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, sem svarar tæplega 32 milljörðum króna í skaðabætur.

Maðurinn er með Hodgkins sjúkdóm. Hann var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup-arfaeyðinum.

Fyrirtækið segist munu áfrýja dómnum og berjast gegn honum af öllum mætti. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um notkun Roundup, en það er enn selt í álfunni, meðal annars hér á landi þar sem það er vinsælt til notkunar til eyðingar á illgreesi og gróðri í stígum og á stéttum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.