Segir lög um réttarstöðu hinsegin fólks úrelt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:13 María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna 78 Vísir Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira