Segir lög um réttarstöðu hinsegin fólks úrelt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:13 María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna 78 Vísir Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira