Innlent

Göngumenn í vanda á Esjunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lélegt skyggni og hvassviðri er í Esjuhlíðum.
Lélegt skyggni og hvassviðri er í Esjuhlíðum. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út að Esjunni skömmu fyrir miðnætti í kvöld. Fjórir göngumenn eru í vanda á fjallinu og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita.

Davíð Már Björgvinsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að fyrsti björgunarhópurinn hafi mætt að rótum Esjunnar rétt fyrir miðnætti. Þá voru fleiri hópar á leið á staðinn nú á miðnætti. Að sögn Davíðs er fyrsta verkefni björgunarhópa að staðsetja fólkið og skipuleggja verkin framundan en reynt verði eftir fremsta megni að koma þeim niður fjallið.

Davíð gat ekki veitt upplýsingar um það hvort einhver í gönguhópnum væri slasaður. Hvasst er í hlíðum Esjunnar í kvöld og lélegt skyggni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×