Nesvik tekur við af Sandberg Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 11:29 Harald Tom Nesvik. Wikipedia Commons Framfaramaðurinn Harald Tom Nesvik er nýr sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann var skipaður í embættið á aukafundi ríkisstjórnarinnar sem blásið var til í dag. Per Sandberg, forveri Nesvik í embætti, sagði af sér í morgun eftir að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra. Það gerði hann með því að tilkynna ekki um utanlandsferð sína til Írans, eins og Vísir greindi frá í morgun.Harald Tom Nesvik hefur verið þingmaður norska Framfaraflokksins, Fremskrittspartiet, undanfarin 20 ár. Þá var hann þingflokksformaður Framfaraflokksins um nokkurra ára skeið. Nesvik var orðaður við sjávarútvegsráðherrastöðuna í vor þegar Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni eftir að dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug sagði starfi sínu lausu. Fyrrnefndur Sandberg tók við stöðu hennar um stund áður en hann var aftur fluttur í sjávarútvegsráðuneytið. Nesvik fæddist í Álasundi árið 1966 og hefur nánast verið í Framfaraflokknum allar götur síðan. Hann tók sæti í samsteypustjórn Ernu Solberg árið 2013 og var um leið kjörinn þingflokksformaður Framfaraflokksins. Hans hefur hvað helst verið minnst á alþjóðavettvangi fyrir að tilnefna þáverandi Bandaríkjaforseta George W. Bush og forsætisráðherra Bretlands Tony Blair til friðarverðlauna Nobels árið 2002. Honum þótti þeir eiga verðlaunin skilið fyrir baráttu þeirra gegn hryðjuverkum. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12 Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Framfaramaðurinn Harald Tom Nesvik er nýr sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann var skipaður í embættið á aukafundi ríkisstjórnarinnar sem blásið var til í dag. Per Sandberg, forveri Nesvik í embætti, sagði af sér í morgun eftir að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra. Það gerði hann með því að tilkynna ekki um utanlandsferð sína til Írans, eins og Vísir greindi frá í morgun.Harald Tom Nesvik hefur verið þingmaður norska Framfaraflokksins, Fremskrittspartiet, undanfarin 20 ár. Þá var hann þingflokksformaður Framfaraflokksins um nokkurra ára skeið. Nesvik var orðaður við sjávarútvegsráðherrastöðuna í vor þegar Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni eftir að dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug sagði starfi sínu lausu. Fyrrnefndur Sandberg tók við stöðu hennar um stund áður en hann var aftur fluttur í sjávarútvegsráðuneytið. Nesvik fæddist í Álasundi árið 1966 og hefur nánast verið í Framfaraflokknum allar götur síðan. Hann tók sæti í samsteypustjórn Ernu Solberg árið 2013 og var um leið kjörinn þingflokksformaður Framfaraflokksins. Hans hefur hvað helst verið minnst á alþjóðavettvangi fyrir að tilnefna þáverandi Bandaríkjaforseta George W. Bush og forsætisráðherra Bretlands Tony Blair til friðarverðlauna Nobels árið 2002. Honum þótti þeir eiga verðlaunin skilið fyrir baráttu þeirra gegn hryðjuverkum.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12 Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12
Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45